Simmi staðfestir leynisambandið

Ný pör | 1. febrúar 2024

Simmi staðfestir leynisambandið

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, segir frá leynilegu ástarsambandi sínu í hlaðvarpsþætti sínum 70 mínútum. Simmi hefur reynt að halda sambandinu leyndu en hefur sést með konunni síðan í haust. 

Simmi staðfestir leynisambandið

Ný pör | 1. febrúar 2024

Simmi Vill.
Simmi Vill. Mbl.is/Brynjólfur Löve

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, segir frá leynilegu ástarsambandi sínu í hlaðvarpsþætti sínum 70 mínútum. Simmi hefur reynt að halda sambandinu leyndu en hefur sést með konunni síðan í haust. 

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, segir frá leynilegu ástarsambandi sínu í hlaðvarpsþætti sínum 70 mínútum. Simmi hefur reynt að halda sambandinu leyndu en hefur sést með konunni síðan í haust. 

Simmi segir í þættinum að hann eigi kærustu. Konan er hins vegar nokkuð yngri en hann og á ung börn sem flækir málið. „Ég ætla ekki að nafngreina hana. Við ætlum ekki að opinbera þetta,“ segir Simmi í þættinum.

„Hún á þrjú börn og þau eru ekki upplýst um það að við séum að hittast með þeim hætti sem við erum að hittast,“ segir Simmi sem hefur þó hitt börnin.

Farið er vítt og breitt yfir sviðið í þættinum. Meðal annars er lesið upp lesendabréf á Smartlandi þar sem Theo­dór Franc­is Birg­is­son, klín­ísk­ur fé­lags­fræðing­ur hjá Lausn­inni, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is

mbl.is