Gerir upp sambandið við Kleina með TikTok-myndbandi

Ný pör | 28. apríl 2023

Gerir upp sambandið við Kleina með TikTok-myndbandi

Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari komst í fréttir á dögunum þegar Smartland sagði frá því að hún hefði hafið ástarsamband við Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómann og áhrifavald. Kristján Einar, eða Kleini eins og hann er kallaður, skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann hóf áhrifavaldaferil og fór í framhaldinu að vera með Svölu Björgvinsdóttur. Það samband endaði snögglega þegar hann var handtekinn á Spáni í mars í fyrra.

Gerir upp sambandið við Kleina með TikTok-myndbandi

Ný pör | 28. apríl 2023

Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru ánægð saman.
Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru ánægð saman. Ljósmynd/Samsett

Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari komst í fréttir á dögunum þegar Smartland sagði frá því að hún hefði hafið ástarsamband við Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómann og áhrifavald. Kristján Einar, eða Kleini eins og hann er kallaður, skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann hóf áhrifavaldaferil og fór í framhaldinu að vera með Svölu Björgvinsdóttur. Það samband endaði snögglega þegar hann var handtekinn á Spáni í mars í fyrra.

Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari komst í fréttir á dögunum þegar Smartland sagði frá því að hún hefði hafið ástarsamband við Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómann og áhrifavald. Kristján Einar, eða Kleini eins og hann er kallaður, skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann hóf áhrifavaldaferil og fór í framhaldinu að vera með Svölu Björgvinsdóttur. Það samband endaði snögglega þegar hann var handtekinn á Spáni í mars í fyrra.

Samband Hafdísar og Kleina var stormasamt fyrstu vikurnar. Þau hættu og byrjuðu saman en nú virðist ástin vera komin til að vera. Í vikunni var Hafdís lögð inn á spítala og var Kleini til staðar fyrir hana allan tímann og gætti þess að hún næði bata sem fyrst.

Hafdís hefur nú búið til TikTok-myndband þar sem hún kortleggur fjölmiðlaumfjöllun um einkalíf sitt.  

@hafdisfitness 12+ news article and counting… @KLEINI ♬ Beyonce - AMARNImbl.is