Hafdísi gert að greiða 10 milljónir eftir dómsmál

Hafdís & Kleini | 17. maí 2023

Hafdísi gert að greiða 10 milljónir eftir dómsmál

Hafdís Björg Kristjánsdóttir, einkaþjálfari og kærasta Kristjáns Einars Sigurbjörnssonar, þarf að greiða 10.000.000 kr. ásamt dráttarvöxtum vegna kaupa á fyrirtækinu Trimmform Berglindar. Fyrrverandi eigendur Trimmforms Berglindar, Björn Konráð Magnússon og Guðrún Jónsdóttir stefndu Hafdísi Björgu þegar ljóst var að hún myndi ekki greiða þeim umsamda upphæð fyrir fyrirtækið og fóru í einkamál við hana. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. október 2022. 

Hafdísi gert að greiða 10 milljónir eftir dómsmál

Hafdís & Kleini | 17. maí 2023

Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari þarf að greiða 10.000.000 kr. vegna …
Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari þarf að greiða 10.000.000 kr. vegna kaupa á Trimmformi Berglindar. Ljósmynd/Instagram

Hafdís Björg Kristjánsdóttir, einkaþjálfari og kærasta Kristjáns Einars Sigurbjörnssonar, þarf að greiða 10.000.000 kr. ásamt dráttarvöxtum vegna kaupa á fyrirtækinu Trimmform Berglindar. Fyrrverandi eigendur Trimmforms Berglindar, Björn Konráð Magnússon og Guðrún Jónsdóttir stefndu Hafdísi Björgu þegar ljóst var að hún myndi ekki greiða þeim umsamda upphæð fyrir fyrirtækið og fóru í einkamál við hana. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. október 2022. 

Hafdís Björg Kristjánsdóttir, einkaþjálfari og kærasta Kristjáns Einars Sigurbjörnssonar, þarf að greiða 10.000.000 kr. ásamt dráttarvöxtum vegna kaupa á fyrirtækinu Trimmform Berglindar. Fyrrverandi eigendur Trimmforms Berglindar, Björn Konráð Magnússon og Guðrún Jónsdóttir stefndu Hafdísi Björgu þegar ljóst var að hún myndi ekki greiða þeim umsamda upphæð fyrir fyrirtækið og fóru í einkamál við hana. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. október 2022. 

Forsaga málsins er sú að í ágúst 2019 festi Hafdís Björg kaup á Trimmformi Berglindar.  Umsamið var að Hafdís Björg myndi greiða 12.000.000 kr. fyrir fyrirtækið ásamt því að taka húsnæðið undir reksturinn á leigu sem er við Faxafen 14 í Reykjavík. 

Hafdís Björg greiddi 2.000.000 kr. inn á reikning Guðrúnar 13. september 2019 en í dómi kemur fram að hún hafi fengið fyrirtækið afhent 1. september 2019. Restina af peningunum, 10.000.000 kr., fengu þau Björn Konráð og Guðrún ekki greiddar og fóru með málið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 

Í dómnum kemur fram að Hafdísi Björgu sé skylt að greiða 10.000.000 kr. vegna kaupa á rekstri, tækjum og vörumerki. Ekki var talið að stefnda hefði sýnt fram á hið selda hefði verið haldið slíkum göllum að henni hafi verið heimilt að halda eftir greiðslu eða rifta kaupunum.

Hafdís Björg þarf því að greiða hjónunum 10.000.000 kr. með dráttarvöxtum frá 24. október 2019 til greiðsludags, samkvæmt 1.mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu. Auk þess þarf Hafdís Björg að greiða Birni Konráði og Guðrúnu 1.116.000 króna í málskostnað.

Héraðsdómur Reykjavíkur

mbl.is