Fjölmenntu til að kveðja Dag

Hverjir voru hvar | 20. janúar 2024

Fjölmenntu til að kveðja Dag

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, bauð til hátíðar í dag til að þakka samferðarfólki, samstarfsfólki, stuðningsfólki, vinum og ættingjum fyrir samfylgdina síðustu ár.

Fjölmenntu til að kveðja Dag

Hverjir voru hvar | 20. janúar 2024

Það var stuð og stemning í Borgarleikhúsinu í dag.
Það var stuð og stemning í Borgarleikhúsinu í dag. Samsett mynd/mbl.is/Óttar

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, bauð til hátíðar í dag til að þakka samferðarfólki, samstarfsfólki, stuðningsfólki, vinum og ættingjum fyrir samfylgdina síðustu ár.

Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, bauð til hátíðar í dag til að þakka samferðarfólki, samstarfsfólki, stuðningsfólki, vinum og ættingjum fyrir samfylgdina síðustu ár.

Dagur lét af embætti borgarstjóra 16. janúar, en þá tók Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, við keflinu. Dagur situr þó enn í borgarstjórn og er nú formaður borgarráðs. Hann hefur því ekki kvatt borgarmálin fyrir fullt og allt. 

Viðburðurinn fór fram í Borgarleikhúsinu kl. 15 í dag. Fjöldi fólks mætti. Meðal þeirra voru fjölmiðlamaðurinn Felix Bergmann, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata, Skúli Helgason borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Baldur Þórhallsson prófessor og Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata.

Sigríður Thorlacius söng fyrir gesti
Sigríður Thorlacius söng fyrir gesti mbl.is/Óttar
Felix Bergsson, Guðrún Kaldal og Baldur Þórhallsson létu sig ekki …
Felix Bergsson, Guðrún Kaldal og Baldur Þórhallsson létu sig ekki vanta. mbl.is/Óttar
Dagur hélt tölu og notaðist við glærur.
Dagur hélt tölu og notaðist við glærur. mbl.is/Óttar
Fjöldi fólks mætti í Borgarleikhúsið í dag.
Fjöldi fólks mætti í Borgarleikhúsið í dag. mbl.is/Óttar
Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, lét sig ekki vanta. Hann fagnaði …
Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, lét sig ekki vanta. Hann fagnaði Degi með góðum félögum. mbl.is/Óttar
Boðið var upp á góðar veigar.
Boðið var upp á góðar veigar. mbl.is/Óttar
Píratakonurnar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir …
Píratakonurnar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður og Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi mættu í veisluna. mbl.is/Óttar
Dagur þakkaði gestum.
Dagur þakkaði gestum. mbl.is/Óttar
mbl.is