Arndísi dreymir um að búa með Tótlu og gera upp gamalt hús

Heimili | 11. febrúar 2024

Arndísi dreymir um að búa með Tótlu og gera upp gamalt hús

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin á skemmtistaðnum Kíki í miðbæ Reykjavíkur í lok nóvember í fyrra. Í drottningarviðtali í Vikunni segir Arndís Anna að hana dreymi um friðsælt líf en eftir handtökuna játaði þingkonan að hegðun hennar hafi ekki verið til sóma. Hún hafi verið búin að drekka of mikið og brást illa við þegar dyra­verðir höfðu af henni af­skipti. Þegar málið komst í fjölmiðla sendi Arndís frá sér yfirlýsingu. 

Arndísi dreymir um að búa með Tótlu og gera upp gamalt hús

Heimili | 11. febrúar 2024

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin á skemmtistaðnum Kíki í miðbæ Reykjavíkur í lok nóvember í fyrra. Í drottningarviðtali í Vikunni segir Arndís Anna að hana dreymi um friðsælt líf en eftir handtökuna játaði þingkonan að hegðun hennar hafi ekki verið til sóma. Hún hafi verið búin að drekka of mikið og brást illa við þegar dyra­verðir höfðu af henni af­skipti. Þegar málið komst í fjölmiðla sendi Arndís frá sér yfirlýsingu. 

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin á skemmtistaðnum Kíki í miðbæ Reykjavíkur í lok nóvember í fyrra. Í drottningarviðtali í Vikunni segir Arndís Anna að hana dreymi um friðsælt líf en eftir handtökuna játaði þingkonan að hegðun hennar hafi ekki verið til sóma. Hún hafi verið búin að drekka of mikið og brást illa við þegar dyra­verðir höfðu af henni af­skipti. Þegar málið komst í fjölmiðla sendi Arndís frá sér yfirlýsingu. 

„Þetta mál er mér ekki til sóma og mér þykir það mjög leiðin­legt. Ég var búin að drekka of mikið og brást illa við þegar dyra­verðir opnuðu hurðina á kló­sett­inu, ég var dóna­leg og streitt­ist á móti. Óháð öllu öðru, var hegðun mín ekki til fyr­ir­mynd­ar. Ég hef beðið hlutaðeig­andi af­sök­un­ar á fram­komu minni. Það eru for­rétt­indi að vera kjör­inn full­trúi, því fylg­ir ábyrgð og mér þykir leitt að hafa brugðist svona við.“

Nú er Arndís komin á annan stað ef marka má viðtalið í Vikunni. Arndís á í ástarsambandi við Tótlu I. Sæmundsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla. Þær eru í fjarbúð, búa á sitthvorum staðnum með afkvæmi sín. Það er þó ekki það líf sem Arndísi dreymir um því hún á sér aðra framtíðardrauma. 

„Mig dreymir um að kaupa ónýtt hús með nógu mörgum herbergjum fyrir öll börnin. Gera það upp og búa þar með konunni minni, fyrrverandi mágkonu minni eða þeim báðum,“ segir Arndís í Vikunni. 

Tótla I. Sæmundsdóttir.
Tótla I. Sæmundsdóttir.
mbl.is