Bað um frekari stuðning frá Balkanríkjunum

Úkraína | 28. febrúar 2024

Bað um frekari stuðning frá Balkanríkjunum

Volódimír Selenskí forseti Úkraínu bað leiðtoga Balkanríkjanna um aukinn stuðning til að styrkja varnirnar gegn rússneskum hersveitum og benti á að skortur á skotvopnum hefði áhrif á þá hermenn Úkraínu sem eru í fremstu víglínu.

Bað um frekari stuðning frá Balkanríkjunum

Úkraína | 28. febrúar 2024

Selenskí ræðir við Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, í dag.
Selenskí ræðir við Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, í dag. AFP

Volódimír Selenskí forseti Úkraínu bað leiðtoga Balkanríkjanna um aukinn stuðning til að styrkja varnirnar gegn rússneskum hersveitum og benti á að skortur á skotvopnum hefði áhrif á þá hermenn Úkraínu sem eru í fremstu víglínu.

Volódimír Selenskí forseti Úkraínu bað leiðtoga Balkanríkjanna um aukinn stuðning til að styrkja varnirnar gegn rússneskum hersveitum og benti á að skortur á skotvopnum hefði áhrif á þá hermenn Úkraínu sem eru í fremstu víglínu.

Selenskí hefur ferðast víða um heiminn undanfarnar vikur til að afla stuðnings við Úkraínu í stríðinu gegn Rússum en Rússar hafa hert mjög tökin á vígvellinum.

Skotfærabirgðir á þrotum

Forsetinn ávarpaði leiðtoga Balkanríkjanna í Albaníu í dag þar sem hann þakkaði þeim fyrir hernaðar- og mannúðarstuðning þeirra í stríðinu undanfarin tvö ár en lagði áherslu á að birgðir af skotfærum fyrir hermenn í fremstu víglínu væru á þrotum.

Selenskí átti fund með Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, í dag og sagði Úkraínuforsetinn að löndin væru að kanna frekara varnarsamstarf.

„Frá fyrstu dögum innrásarinnar hefur Albanía stutt Úkraínu í baráttu okkar fyrir frelsi og landhelgi,“ skrifaði Selenskí á samfélagsmiðilinn X.

„Í dag ræddum við einnig varnarþarfir Úkraínu og hugsanlega sameiginlega vopnaframleiðslu,“ bætti hann við.

mbl.is