Frystir fjármunir Rússa í endurbyggingu Úkraínu

Úkraína | 8. mars 2024

Frystir fjármunir Rússa í endurbyggingu Úkraínu

Svissneska þingið samþykkti í gær aðgerðir sem gera stjórnvöldum kleift að nota rússneskar ríkiseignir, sem frystar voru í Sviss og öðrum löndum, til að fjármagna skaðabætur til Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa í landið. 

Frystir fjármunir Rússa í endurbyggingu Úkraínu

Úkraína | 8. mars 2024

Mikil eyðilegging hefur orðið í Úkraínu síðan Rússar réðust inn …
Mikil eyðilegging hefur orðið í Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið fyrir rúmlega tveimur árum. AFP/Roman Pilipey

Svissneska þingið samþykkti í gær aðgerðir sem gera stjórnvöldum kleift að nota rússneskar ríkiseignir, sem frystar voru í Sviss og öðrum löndum, til að fjármagna skaðabætur til Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa í landið. 

Svissneska þingið samþykkti í gær aðgerðir sem gera stjórnvöldum kleift að nota rússneskar ríkiseignir, sem frystar voru í Sviss og öðrum löndum, til að fjármagna skaðabætur til Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa í landið. 

Málið hefur vakið mikla athygli í Sviss enda hefur traust alþjóðleg bankastarfsemi verið stór hluti af efnahagslífi og ímynd landsins ásamt því að hlutleysishefð landsins hefur verið rík í gegnum tíðina. 

Rússneskar eignir í Sviss metnar á meira en 8 milljarðar dollara 

Í efri deild þingsins greiddi 21 þingmaður atkvæði með tillögunum en 19 voru á móti. Þrír þingmenn sátu hjá. Neðri deild þingsins samþykkti tillögurnar í fyrra.

Stjórnvöld í Sviss, sem styðja aðgerðirnar, geta nú hafið vinnu við að koma á alþjóðlegum lagagrundvelli sem gerir mögulegt að nota frystar eignir árásaraðila til að greiða fyrir skaðabætur í löndum sem ráðist var á. 

Talið er að meira en átta milljarðar dollara, eða um 1.087 milljarðar íslenskra króna, í forða og eignum rússneska seðlabankans séu í Sviss. 

Unnið að alþjóðlegum lagagrundvelli

Utanríkisráðherra Sviss, Ignazio Cassis, sagði við efri deild þingsins staðreyndirnar vera skýrar, að Rússar hefðu brotið alþjóðalög og að þeir yrðu að bæta fyrir tjón sitt.

„Alþjóðlegt samtal er nú í gangi um skaðabótakerfi og Sviss tekur þátt með þekkingu sinni, færni og allri sinni sögu á þessu sviði,“ bætti hann við. 

Nú er markmið stjórnvalda í Sviss að koma á alþjóðlegum lagagrundvelli sem myndi gera þróun á skaðabótakerfi á heimsvísu mögulegt.

Kerfið myndi miða að því að leyfa flutninga á frystum fjármunum seðlabanka árásaraðila, eða eignir ríkisfyrirtækja aðilans að vera löglega fluttar til þess ríkis sem ráðist er á.

mbl.is