Rússar skutu niður 47 dróna

Úkraína | 9. mars 2024

Rússar skutu niður 47 dróna

Rússar segjast hafa skotið niður 47 úkraínska dróna yfir héruðum sínum í suðurhluta landsins í nótt.

Rússar skutu niður 47 dróna

Úkraína | 9. mars 2024

Rússneskir hermenn á æfingu.
Rússneskir hermenn á æfingu. AFP/Olga Maltseva

Rússar segjast hafa skotið niður 47 úkraínska dróna yfir héruðum sínum í suðurhluta landsins í nótt.

Rússar segjast hafa skotið niður 47 úkraínska dróna yfir héruðum sínum í suðurhluta landsins í nótt.

Rússneski herinn greinir frá því að 41 þeirra hafi verið yfir Rostov sem liggur að landamærum Úkraínu. Aðrir drónar voru skotnir niður yfir héruðunum Belgorod, Kúrsk og Volgograd.

Miðstöð rússneska hersins er á Rostov-svæðinu þar sem herinn skipuleggur aðgerðir sínar í Úkraínu.

Að sögn Vasily Golubev, ríkisstjóra Rostov, særðist einn björgunarsveitarmaður en enginn lét lífið.

Heilsugæslustöð í höfuðborg Kúrsk er sögð hafa orðið fyrir skemmdum en allir þar séu heilir á húfi.

mbl.is