Kona fórst eftir árás Úkraínuhers

Úkraína | 10. mars 2024

Kona fórst eftir árás Úkraínuhers

Kona lést eftir árás Úkraínuhers á rússneska héraðið Kúrsk í nótt.

Kona fórst eftir árás Úkraínuhers

Úkraína | 10. mars 2024

Slökkviliðsmenn slökkva eld í olíubirgðastöð í Kúrsk-héraði í febrúar.
Slökkviliðsmenn slökkva eld í olíubirgðastöð í Kúrsk-héraði í febrúar. AFP

Kona lést eftir árás Úkraínuhers á rússneska héraðið Kúrsk í nótt.

Kona lést eftir árás Úkraínuhers á rússneska héraðið Kúrsk í nótt.

Eldur kviknaði í íbúðarhúsi af völdum sprengingar með þeim afleiðingum að konan lést og eiginmaður hennar hlaut mikil brunasár.

Roman Starovoyt, ríkisstjóri Kúrsk, sagði að hersveitir Úkraínu hefðu skotið á þorpið Kulbaki, sem er um tíu kílómetra frá landamærum Úkraínu. Sagði hann einnig að dróni hefði fallið á olíubirgðastöð.

Ellefu særðust í Úkraínu

Úkraínumenn segjast hafa skotið niður 35 rússneska dróna víðs vegar um Úkraínu í nótt og að minnst 11 manns hafi særst, þar á meðal 16 ára drengur. Þá skemmdust 17 háhýsi.

Drónarásirnar voru gerðar á mið- og suðurhluta landsins, en flugskeytaárásir á Karkív og Dónetsk í austri.

mbl.is