Aðild Svía að NATO sýnir að Pútín mistókst

Úkraína | 11. mars 2024

Aðild Svía að NATO sýnir að Pútín mistókst

Það að Svíar hafi gengið til liðs við Atlantshafsbandalagið, NATO, sýnir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta „mistókst” að veikja bandalagið með hernaði sínum í Úkraínu.

Aðild Svía að NATO sýnir að Pútín mistókst

Úkraína | 11. mars 2024

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi í morgun.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi í morgun. AFP/Kenzo Tribouillard

Það að Svíar hafi gengið til liðs við Atlantshafsbandalagið, NATO, sýnir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta „mistókst” að veikja bandalagið með hernaði sínum í Úkraínu.

Það að Svíar hafi gengið til liðs við Atlantshafsbandalagið, NATO, sýnir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta „mistókst” að veikja bandalagið með hernaði sínum í Úkraínu.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í morgun.

Hann sagði innrás Rússa í Úkraínu ekki einungis hafa ýtt Svíþjóð og Finnlandi, sem áður voru utan NATO, undir regnhlíf bandalagsins, heldur væri Úkraína núna „nær aðild að NATO en nokkru sinni fyrr”.

Finn­land og Svíþjóð báðu um inn­göngu í bandalagið eft­ir að Rúss­ar réðust inn í Úkraínu árið 2022.

Vladimír Pútín.
Vladimír Pútín. AFP/Metzel Pool

„Þegar Pútín forseti hóf innrás sína fyrir tveimur árum vildi hann draga úr vægi NATO og öðlast meiri stjórn á nágrönnum sínum. Hann vildi eyðileggja Úkraínu sem fullvalda ríki en mistókst ætlunarverk sitt,” sagði Stoltenberg og bætti við að NATO væri orðið bæði stærra og sterkara en áður.

mbl.is