Tryggja nýja vopnasendingu sem dugar þó skammt

Úkraína | 12. mars 2024

Tryggja nýja vopnasendingu sem dugar þó skammt

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag um vopnasendingu til Úkraínu að andvirði 300 milljón dollara en varaði um leið við því að vopnasendingin myndi aðeins duga í skamman tíma.

Tryggja nýja vopnasendingu sem dugar þó skammt

Úkraína | 12. mars 2024

Joe Biden tilkynnti um nýja vopnasendingu til Úkraínu í dag.
Joe Biden tilkynnti um nýja vopnasendingu til Úkraínu í dag. AFP/Jim Watson

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag um vopnasendingu til Úkraínu að andvirði 300 milljón dollara en varaði um leið við því að vopnasendingin myndi aðeins duga í skamman tíma.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag um vopnasendingu til Úkraínu að andvirði 300 milljón dollara en varaði um leið við því að vopnasendingin myndi aðeins duga í skamman tíma.

Repúblikanar í Bandaríkjaþingi hafa nú í nokkra mánuði neitað samþykkja umfangsmikinn stuðningspakka ætluðum Úkraínu, Ísrael og landamæraeftirlitinu án breytinga.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að fjármunirnir fyrir þessa vopnasendingu hafi fundist vegna sparnaðar hjá varnarmálaráðuneytinu.

Kemur ekki í veg fyrir vopnaskort Úkraínumanna

„Þessi skotfæri munu halda skothríð Úkraínu gangandi um einhverja hríð, en aðeins stuttan tíma,“ sagði þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, Jake Sullivan, við fréttamenn þegar hann ræddi við þá um vopnasendinguna.

Sullivan bætti við að aðstoðin gæti aðeins varað í nokkrar vikur, sem þýði að Úkraínumenn verði fljótlega með töluvert færri vopn en Rússarnir.

„Þetta er hvergi nærri nóg til að mæta þörfum Úkraínu á vígvellinum og þetta mun ekki koma í veg fyrir að Úkraína verði uppiskroppa með skotfæri á næstu vikum.“

mbl.is