Stríðið í Úkraínu: „Við munum ekki gefast upp“

Úkraína | 13. mars 2024

Stríðið í Úkraínu: „Við munum ekki gefast upp“

Engan bilbug er á Úkraínumönnum að finna enda er allt undir undir í stríðinu gegn Rússlandsher Vladimír Pútíns. Úkraínumenn eiga ekki í önnur hús að vernda en í sínu eigin landi og munu því ekki gefast upp.

Stríðið í Úkraínu: „Við munum ekki gefast upp“

Úkraína | 13. mars 2024

Samsett mynd/mbl.is/AFP/Roman Pilpey

Engan bilbug er á Úkraínumönnum að finna enda er allt undir undir í stríðinu gegn Rússlandsher Vladimír Pútíns. Úkraínumenn eiga ekki í önnur hús að vernda en í sínu eigin landi og munu því ekki gefast upp.

Engan bilbug er á Úkraínumönnum að finna enda er allt undir undir í stríðinu gegn Rússlandsher Vladimír Pútíns. Úkraínumenn eiga ekki í önnur hús að vernda en í sínu eigin landi og munu því ekki gefast upp.

Þetta segir Arseniy Pushkarenko, vara­formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Úkraínuþings, í samtali við mbl.is.

„Þið þurfið að skilja að þetta er ekki bara eitthvað stríð. Þetta er stríð sem varðar það hvort að Úkraína fái yfirhöfuð að vera til áfram. Ég held að ykkar þjóð [Ísland], sem sjálfstæð þjóð, ætti að skilja hvað slíkt þýðir. Við eigum ekkert annað líf og við eigum ekki annað landsvæði til að flýja til.

Þetta stríð er ekki aðeins um Úkraínu, þetta snýst um öryggi í gervalli Evrópu. Við munum ekki gefast upp og hinn siðaði heimur - vestrænir bandamenn - ætti að virkja allt sitt til að hjálpa okkur,“ segir Pushkarenko í samtali við blaðamann í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis.

Þann 12. mars sprengdu Rússar þessa blokk í borginni Kryvyi …
Þann 12. mars sprengdu Rússar þessa blokk í borginni Kryvyi Rih. Þrír létust í árásinni og 38 voru særðir, þar á meðal börn. AFP/Neyðarþjónusta Úkraínu

Finna ekki fyrir þreytu af hálfu bandamanna

Mikið hefur verið fjallað um tafir á samþykkt stuðningspakka handa Úkraínu í Bandaríkjaþingi, en sá stuðningspakki skiptir sköpum fyrir Úkraínumenn í stríðinu.

Spurður hvort að hann sé farinn að greina þreytu í bandamönnum Úkraínu segir Pushkarenko svo ekki vera. Hann nefnir ýmis dæmi eins og að Tékkum tókst nýlega að tryggja fjármögnun fyrir kaupum á 800 þúsund skotfærum fyrir stórskotalið Úkraínu. Hann þakkar forseta Tékklands, Petr Pavel, sérstaklega fyrir þá vinnu.

Herforingjar í Úkraínuher ráða ráðum sínum.
Herforingjar í Úkraínuher ráða ráðum sínum. AFP/Úkraínski herinn

„Við finnum ekki fyrir neinni þreytu heldur þvert á móti. Við sjáum að Evrópuríki eru að virkja stuðning sinn við Úkraínu enn frekar. Danmörk og Holland eru að veita okkur F-16 herþotur og það er verið - og búið - að skrifa undir langtíma varnarsamninga við talsvert af Evrópulöndum.

Fimm ríki af G-7 ríkjunum verða fljótt búin að skrifa undir álíka langtíma varnarsamninga við Úkraínu. Þetta þýðir 20 milljarðar dollarar í vopnasendingum til Úkraínu á þessu ár. Frá Þýskalandi fáum við árleg um 7 milljarða dollara í hernaðarstuðning. Það er einfaldlega ekki hægt að segja að það sé einhver þreyta,“ segir hann en bætir þó við:

„Vissulega eru smá tafir er varðar Bandaríkin en við erum ekki að fara tjá okkur um innanríkismál Bandaríkjanna.“

Hefur þrýst á Evrópuríkin

Hann segir skipta máli að almennur fjárhags- og vopnastuðningur til Úkraínu standi ekki og falli með framvindu mála í einstaka ríkjum.

„Á hinn bóginn þá hefur þetta ástand í Bandaríkjunum þrýst á Evrópuríkin til að vera virkari og þau ættu að skilja að öryggi í Evrópu verður ekki tryggt án sigurs Úkraínu,“ segir hann.

mbl.is