Sjóliðsforingjaefni í þjálfun hjá Gæslunni

Úkraína | 15. mars 2024

Sjóliðsforingjaefni í þjálfun hjá Gæslunni

Ísland annast þjálfun úkraínskra sjóliðsforingjaefna um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar. Hafa sjóliðsforingjaefnin verið um borð í skipum Gæslunnar undanfarið og fengið þar verklega þjálfun í siglingafræði, eftirliti og aðgerðum á hafi, s.s. leit og björgun. Verkefnið er hluti af þjálfunarverkefni Atlantshafsbandalagsins (NATO) og sér Landhelgisgæsla Íslands um framkvæmdina í samstarfi við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Sjóliðsforingjaefni í þjálfun hjá Gæslunni

Úkraína | 15. mars 2024

Úkraínumennirnir sjást hér m.a. standa stoltir með þjóðfána sinn í …
Úkraínumennirnir sjást hér m.a. standa stoltir með þjóðfána sinn í brúnni á Þór þar sem þeir fengu þjálfun, en að beiðni Gæslunnar voru andlit þeirra afmáð svo að þeir þekkist ekki. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ísland annast þjálfun úkraínskra sjóliðsforingjaefna um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar. Hafa sjóliðsforingjaefnin verið um borð í skipum Gæslunnar undanfarið og fengið þar verklega þjálfun í siglingafræði, eftirliti og aðgerðum á hafi, s.s. leit og björgun. Verkefnið er hluti af þjálfunarverkefni Atlantshafsbandalagsins (NATO) og sér Landhelgisgæsla Íslands um framkvæmdina í samstarfi við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Ísland annast þjálfun úkraínskra sjóliðsforingjaefna um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar. Hafa sjóliðsforingjaefnin verið um borð í skipum Gæslunnar undanfarið og fengið þar verklega þjálfun í siglingafræði, eftirliti og aðgerðum á hafi, s.s. leit og björgun. Verkefnið er hluti af þjálfunarverkefni Atlantshafsbandalagsins (NATO) og sér Landhelgisgæsla Íslands um framkvæmdina í samstarfi við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar segir verkefnið hafa gengið sérlega vel og að von sé á öðrum hópi á næstunni.

„Utanríkisráðuneytið leitaði til Landhelgisgæslunnar varðandi þjálfun sjóliðsforingjaefnanna og við tókum þessu mikilvæga verkefni fagnandi. Hingað til lands komu fimm menn frá Úkraínu sem voru hluti af áhöfn varðskipsins Þórs í síðasta úthaldi,“ segir Georg í samtali við Morgunblaðið og bætir við að hópurinn hafi hlotið margvíslega þjálfun um borð og fengið að kynnast íslensku sjólagi og aðstæðum.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is