Nýta hefði mátt fjármagnið í annað en kaupin á TM

Dagmál | 19. mars 2024

Nýta hefði mátt fjármagnið í annað en kaupin á TM

Ríkissjóður er í þörf fyrir þá fjármuni sem nú hefur verið ráðstafað til kaupanna á TM. Þetta bendir Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja á. Hann er gestur Dagmála ásamt Sigmari Guðmundssyni, þingmanni Viðreisnar.

Nýta hefði mátt fjármagnið í annað en kaupin á TM

Dagmál | 19. mars 2024

Ríkissjóður er í þörf fyrir þá fjármuni sem nú hefur verið ráðstafað til kaupanna á TM. Þetta bendir Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja á. Hann er gestur Dagmála ásamt Sigmari Guðmundssyni, þingmanni Viðreisnar.

Ríkissjóður er í þörf fyrir þá fjármuni sem nú hefur verið ráðstafað til kaupanna á TM. Þetta bendir Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja á. Hann er gestur Dagmála ásamt Sigmari Guðmundssyni, þingmanni Viðreisnar.

„Það er það sem vekur upp spurningar í tengslum við þetta að Landsbankinn hafi verið með, og það lá fyrir að það er mikið eigið fé í flestum bönkunum og sérstaklega Landsbankanum. Hann er náttúrulega stærsti bankinn með mesta eigið fé af þeim öllum,“ segir Hörður.

Hann bendir á að Bankasýslan hefði getað sett þrýsting á bankaráð Landsbankans að greiða tugi milljarða út úr Landsbankanum og inn í ríkissjóð.

„Þannig að þarna er staðfesting á því að hann var með til reiðu að lágmarki 30 milljarða í umfram eigið fé sem ríkið hefði mögulega, eða Bankasýslan fyrir hönd ríkisins, hefði getað sett þrýsting á bankaráðið um að greiða sérstaka arðgreiðslu til ríkissjóðs.“

Stórar tölur settar í samhengi

Bendir Hörður á að kaupverðið á TM sé samsvarndi þeirri fjárhæð sem fjármálaráðherra óskaði eftir við þingið fyrir örfáum vikum síðan að heimild fengist til að ráðstafa úr ríkissjóði vegna ófyrirséðra útgjalda á vettvangi ríkisins.

„Við þurfum ekki að ræða það mjög ítarlega hérna hver þörf ríkissjóðs er fyrir þá fjármuni við þessar aðstæður. Ég held að það sé bara einn mánuður liðinn frá því að Þórdís Kolbrún fékk samþykkta 30 milljarða fjáraukaheimild frá Alþingi, sem er nákvæmlega sama fjárhæð og hér um ræðir. Þannig að þörfin fyrir þessa fjármuni er augljóslega til staðar hjá eigandanum, sem er ríkið,“ bætir Hörður við.

Eigið fé Landsbankans var 304 milljarðar króna um nýliðin áramót og hafði vaxið um 25 milljarða frá árinu áður. Eiginfjárhlutfall bankans var 23,6% og 3,4% yfir kröfum eftirlitsaðila en þar er krafa um eigið fé upp á 20,2%.

Viðtalið við hann og Sigmar Guðmundsson má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is