Biður um loftvarnakerfi eftir árás á Kænugarð

Úkraína | 21. mars 2024

Biður um loftvarnakerfi eftir árás á Kænugarð

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt Vesturlönd til að útvega landinu loftvarnakerfi eftir að 17 særðust í flugskeytaárás Rússa á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og nágrenni í nótt.

Biður um loftvarnakerfi eftir árás á Kænugarð

Úkraína | 21. mars 2024

Selenskí Úkraínuforseti.
Selenskí Úkraínuforseti. AFP/Ozan Kose

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt Vesturlönd til að útvega landinu loftvarnakerfi eftir að 17 særðust í flugskeytaárás Rússa á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og nágrenni í nótt.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt Vesturlönd til að útvega landinu loftvarnakerfi eftir að 17 særðust í flugskeytaárás Rússa á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og nágrenni í nótt.

Úkraínski flugherinn segist hafa skotið niður 31 rússneskt flugskeyti sem hafi verið beint að Kænugarði. Árásin var gerð eftir að rússnesk stjórnvöld hétu því að bregðast við fjölgun úkraínskra árása á svæði við landamæri landanna tveggja.

„Þessi ógn heldur áfram hvern dag og hverja nótt,” sagði Selenskí á Telegram.

Gígur eftir sprengju sem var varpað á Kænugarð fyrr í …
Gígur eftir sprengju sem var varpað á Kænugarð fyrr í vikunni. AFP/Anatolí Stepanov

„Það er mögulegt að binda enda á þetta með alþjóðlegri samstöðu…rússneskir hryðjuverkamenn eiga ekki flugskeyti sem komast fram hjá Patriot eða öðrum góðum kerfum heimsins,” sagði Selenskí og átti við loftvarnakerfið.

„Við þurfum á þessari vernd að halda í Úkraínu núna.”

Neyðarpakki fyrir Úkraínu upp á 60 milljarða dollara vegna hergagna hefur verið lagður fyrir bandaríska þingið en ekki er búið að samþykkja hann.

mbl.is