Töluverð gasmengun í Bláa lóninu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 26. mars 2024

Töluverð gasmengun í Bláa lóninu

Svipaður kraftur hefur verið í eldgosinu við Sundhnúkagíga í nótt og í gærkvöldi og gýs jafnt og þétt. Enn virðist gjósa úr sömu þremur gígum og í gærkvöldi og er nyrsti gígurinn stærstur. Hraunstraumur virðist hafa haldið áfram í vesturátt, sunnan við Hagafell, við námuna sem þar er. 

Töluverð gasmengun í Bláa lóninu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 26. mars 2024

Enn gýs jafnt og þétt við Sundhnúkagíga.
Enn gýs jafnt og þétt við Sundhnúkagíga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svipaður kraftur hefur verið í eldgosinu við Sundhnúkagíga í nótt og í gærkvöldi og gýs jafnt og þétt. Enn virðist gjósa úr sömu þremur gígum og í gærkvöldi og er nyrsti gígurinn stærstur. Hraunstraumur virðist hafa haldið áfram í vesturátt, sunnan við Hagafell, við námuna sem þar er. 

Svipaður kraftur hefur verið í eldgosinu við Sundhnúkagíga í nótt og í gærkvöldi og gýs jafnt og þétt. Enn virðist gjósa úr sömu þremur gígum og í gærkvöldi og er nyrsti gígurinn stærstur. Hraunstraumur virðist hafa haldið áfram í vesturátt, sunnan við Hagafell, við námuna sem þar er. 

Þetta segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, spurð út í stöðuna á eldgosinu.

Hvað gasmengun varðar þá hafa nokkuð há gildi mælst í Bláa lóninu en þau fara lækkandi. Engir gestir eru í lóninu. Gildin náðu 6.000 míkrógrömmum á rúmmetra, sem eru óholl gildi, auk þess sem mengun mældist í Höfnum í nótt en lækkaði fljótt aftur.

Samkvæmt gasdreifingarspá verður suðvestanátt í dag og beinist mengun í átt að Bláa lóninu, Höfnum og Suðurnesjum. Snýst í norðvestan- og vestanátt í kvöld.

Frá eldgosinu í grennd við Grindavík fyrr í mánuðinum.
Frá eldgosinu í grennd við Grindavík fyrr í mánuðinum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is