Sagður hafa barnað Amöndu Bynes

Poppkúltúr | 2. apríl 2024

Sagður hafa barnað Amöndu Bynes

Fjölmargar Hollywood-stjörnur og fyrrum barnastjörnur hafa stigið fram í kjölfar frumsýningar á fjögurra hluta heimildaþáttaröð, titluð Quiet on Set: The Dark Side of Kids TV.

Sagður hafa barnað Amöndu Bynes

Poppkúltúr | 2. apríl 2024

Jennie Garth er ekki aðdáandi Dan Schneider.
Jennie Garth er ekki aðdáandi Dan Schneider. Samsett mynd

Fjölmargar Hollywood-stjörnur og fyrrum barnastjörnur hafa stigið fram í kjölfar frumsýningar á fjögurra hluta heimildaþáttaröð, titluð Quiet on Set: The Dark Side of Kids TV.

Fjölmargar Hollywood-stjörnur og fyrrum barnastjörnur hafa stigið fram í kjölfar frumsýningar á fjögurra hluta heimildaþáttaröð, titluð Quiet on Set: The Dark Side of Kids TV.

Í þáttunum er fjallað um meint ofbeldi sem viðgekkst við tökur sjónvarpsþátta á borð við ICarly, Drake and Josh, The Amanda Show og What I Like About You, með Jennie Garth og Amöndu Bynes í aðalhlutverki.

Garth, sem flestir þekkja úr unglingaþáttaröðinni Beverly Hills 90210, var spurð út í ásakanir um þöggun og yfirhylmingar vegna kynferðisafbrota á tökusetti. 

„Ég vil ekki tala um Dan Schneider, svo lengi sem ég lifi,“ sagði Garth við blaðamann Hollywood Reporter á nýafstöðnum viðburði. 

Hefur ekki tjáð sig

Dan Schneider, handritshöfundur og fyrrum framleiðandi á barnasjónvarpsstöðinni Nickelodeon, er sagður hafa hagað sér á óviðeigandi hátt og misnotað unga þáttaleikara, sem allt voru börn og táningar, kynferðislega.

Schneider er meðal annars sagður hafa barnað Bynes þegar hún var aðeins 13 ára gömul, en fyrrverandi leikkonan fór með aðalhlutverk í þremur gamanþáttaröðum úr smiðju Schneider.

Bynes, sem hefur glímt við geðhvarfasýki síðustu ár, hefur ekki tjáð sig um heimildaþáttaröðina, orðróminn né samband sitt við Schneider. 

mbl.is