„Ég held að margt geti breyst“

Forsetakosningar 2024 | 29. apríl 2024

„Ég held að margt geti breyst“

„Mér finnst þetta orðið formlegt núna. Við erum ellefu og það er tala sem er í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi, en hún á afmæli 11. október og talan því eins konar happatala.

„Ég held að margt geti breyst“

Forsetakosningar 2024 | 29. apríl 2024

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér finnst þetta orðið formlegt núna. Við erum ellefu og það er tala sem er í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi, en hún á afmæli 11. október og talan því eins konar happatala.

„Mér finnst þetta orðið formlegt núna. Við erum ellefu og það er tala sem er í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi, en hún á afmæli 11. október og talan því eins konar happatala.

Blaðamaður mbl.is ræddi við Höllu að loknum fundi landskjörstjórnar í morgun þar sem tilkynnt var um framboðin.

Hún kveðst afar spennt fyrir framhaldinu og að fá færi á að eiga í samtölum við mótframbjóðendur sína. 

Vill sýna ferlinu virðingu

„Ég segi nú stundum þegar fólk er að býsnast yfir því að þetta séu of margir frambjóðendur að sumstaðar hefur fólk lítið val og ég held að við eigum að fagna því að hér sé breitt úrval af fólki sem vilji gera gagn og láta gott af sér leiða fyrir land og þjóð,“ segir Halla.

Spurð hvers vegna hún hafi mætt í eigin persónu til að hlýða á yfirferð framboðanna kveðst Halla fyrir það fyrsta hafa verið stödd í bænum en ekki út á landi eins og hún og aðrir hafi verið á undanförnum viku. 

„En ég vil sýna þessu ferli virðingu, mér finnst þetta mikilvægt ferli þannig þegar ég frétti af fundinum þá flýtti ég fyrir viðtali sem ég var í, í morgun og vildi vera hér í eigin persónu.“

Halla á fundi landskjörstjórnar í morgun.
Halla á fundi landskjörstjórnar í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Var með 1% um þetta leyti fyrir átta árum

Spurð hvort skoðanakannanir og fylgistölur væru eitthvað farnar að fá á hana svarar Halla neitandi enda sé ballið rétt að byrja. Að hennar mati hefjist baráttan fyrst fyrir alvöru á föstudaginn þegar frambjóðendur skili endanlega inn meðmælendalistum sínum og mætist í kappræðum síðar um kvöldið. 

Kveðst hún telja það mikilvægt að þjóðin fá færi á að kynnast frambjóðendunum betur áður en að dómar séu kveðnir upp enda enn þó nokkur tími til stefnu. Kveðst hún skilja áhugann á skoðanakönnunum enda geti þær verið skemmtilegar. 

„En ég hvet kjósendur til að kynna sér frambjóðendur áður en þeir ákveða sig og það er mín upplifun, af því að fara um landið og hitta fólk, er að flestir séu að gera það. Þess vegna er stór hluti óákveðin,“ segir Halla.

„Ég held að margt geti breyst og ég tala þar af reynslu. Um þetta leyti fyrir átta árum þá var ég með 1% í skoðanakönnunum og endaði með 28%.“

mbl.is