Þorskafli strandveiðibáta jókst á öllu landinu

Strandveiðar | 13. maí 2024

Þorskafli strandveiðibáta jókst á öllu landinu

Það fiskaðist vel á fyrstu fjórum dögum strandveiða og var landað ríflega 1.200 tonnum af þorski eða rúm 12% af þeim þorski sem heimilt er að landa á strandveiðitímabilinu.

Þorskafli strandveiðibáta jókst á öllu landinu

Strandveiðar | 13. maí 2024

Strandveiðisjómenn á Norðaustur- og Austurlandi geta verið ánægðir með aflabrögðin …
Strandveiðisjómenn á Norðaustur- og Austurlandi geta verið ánægðir með aflabrögðin á strandveiðum ársins. Meðalþorskafli í löndun á fyrstu fjórum dögum veiðanna jókst um 11% milli ára. mbl.is/Hafþór

Það fiskaðist vel á fyrstu fjórum dögum strandveiða og var landað ríflega 1.200 tonnum af þorski eða rúm 12% af þeim þorski sem heimilt er að landa á strandveiðitímabilinu.

Það fiskaðist vel á fyrstu fjórum dögum strandveiða og var landað ríflega 1.200 tonnum af þorski eða rúm 12% af þeim þorski sem heimilt er að landa á strandveiðitímabilinu.

Athygli vekur að meðalþorskafli í löndun eykst á öllu landinu á fyrstu fjórum dögum veiðanna 2024 borið saman við sama tímabil 2023.

Í samantekt Landssambands smábátaeigenda sem byggir á gögnum Fiskistofu sést einnig að bátum sem taka þátt í veiðunum fjölgar um 35 í 570 og er fjölgun á næstum ölum veiðisvæðum. Aðeins er samdráttur á svæði B þar sem bátum sem lönduðu strandveiðiafla voru fjórir færri á fyrstu fjóru veiðidögum 2024 en lönduðu á sama tímabili 2023.

Strandveiðisvæðin
Strandveiðisvæðin

Mesta aukningin á svæði C

Til marks um stórbætta þorskveiði má sjá að þorskaflinn eykst meira en fjöldi báta og fjöldi landanna. Þá er samdráttur þorskafla á svæði B aðeins 1% þrátt fyrir að bátum fækkaði um 4%.

Mestur var meðalþorskafli í löndun á svæði A (Vesturlandi) þar sem hann nam 753 kílóum. Áberandi er mikil aukning meðalþorskafla í löndun á svæði C (Norðaustur- og Austurland) þar sem hún nemur 11% og er það nánast tvöföld aukning miðað við þar sem hún jókst næst mest, á svæði B.

mbl.is