Óttast er að allt 290 manns hafi farist í skipskaða

Óttast er að allt að 290 manns hafi farist þegar skipið Dashun fórst undan ströndum Kína í gær. Staðfest hefur verið að 150 manns hafi látist en enn er um 140 manns saknað. Eldur kom upp í skipinu en um borð voru 312 farþegar og áhafnarmeðlimir. Óveður var á þessum slóðum í gær og brotnaði skipið áður en það strandaði síðdegis í gær.

22 manneskjur björguðust og liggja þær á sjúkrahúsi sem er undir ströngu lögreglueftirliti á meðan tildrög slyssins eru rannsökuð. Farþegaferjan Dashun var á leið norður Bohai-flóa áleiðis til hafnarborgarinnar Dalian, um 400 km austur af Peking, þegar nauðsynlegt reyndist að snúa henni við. Snarpir vindar voru og náði ölduhæðin fimm metrum og hvolfdi skipinu áður en það náði landi, að því er kemur fram á fréttavef bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert