Frakklandsforseti tilkynnir skipan nýrrar ríkisstjórnar á morgun

Jacques Chirac, forseti Frakklands.
Jacques Chirac, forseti Frakklands. AP

Jacques Chirac, forseti Frakklands, mun á morgun tilkynna í sjónvarpsávarpi hverjir verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn landsins, að því er embætti hans greindi frá í dag.

Talið er að Jean-Pierre Raffarin forsætisráðherra verði látinn víkja nú eftir að Frakkar höfnuðu nýrri stjórnarskrá Evrópusambandsins, ESB, í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær.

Flestir veðja á að Dominique de Villepin innanríkisráðherra verði forsætisráðherra en Michele Alliot-Marie varnarmálaráðherra og Nicolas Sarkozy, leiðtogi stjórnarflokksins Lýðfylkingarinnar, UMP, hafa einnig verið nefnd sem hugsanlegir eftirmenn Raffarin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert