Bandarískt tímarit birtir teikningarnar af Múhameð

Bandaríska tímaritið Harpers hefur birt skopmyndirnar 12 af Múhameð spámanni, sem birtust fyrst í Jyllands-Posten og ollu miklu uppnámi meðal múslima í lok síðasta árs. Eru myndirnar birtar í júníhefti tímaritsins, sem kom út í gær.

Bandaríski skopmyndateiknarinn Art Spiegelman fylgir myndunum úr hlaði og reynir m.a. að leggja mat á hvað hver teikning sé hættuleg. Miðar hann við sprengjur, mest fjórar, en mynd, sem sýnir spámanninn með sprengju í vefjarhetti sínum, fær þrjár sprengjur.

Spiegelman gagnrýnir ýmsa þætti málsins, þar á meðal bandaríska fjölmiðla, fyrir að birta ekki myndirnar. Undirstrikar hann að hann trúi á réttinn til að móðga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert