Reyndu að bera eld að danska sendiráðinu í Teheran

Um tvö hundruð manns söfnuðust saman við danska sendiráðið í Teheran í kvöld og köstuðu í það mólotovkokteilum og grjóti. Var þetta gert í mótmælaskyni vegna myndbands sem meðlimir danska Þjóðarflokksins gerðu þar sem hæðst er að Múhameð spámanni. Óeirðalögregla kom í veg fyrir að mótmælendurnir kæmust að hliði sendiráðsins, og hurfu þeir frá en sögðust koma aftur á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert