Harma höfnun Lissabon-sáttmálans

Írar felldu Lissabon-sáttmálann um breytingar á skipulagi Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni á fimmtudag. Brian Cowen forsætisráðherra og leiðtogar annarra ríkja hörmuðu flestir niðurstöðuna en sögðu að áfram yrði haldið með staðfestingarferlið í hinum löndunum 26.

Ólík öfl börðust gegn sáttmálanum. Markaðshyggjumenn sögðu margir að sáttmálinn merkti skattasamræmingu, Írar yrðu ef til vill að hækka fyrirtækjaskatta sem myndi gera landið síður aðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta. Þjóðernissinnar og vinstrimenn óttuðust um fullveldið, Írum yrði gert skylt að leggja fram herlið til varna ESB. Hlutleysið yrði úr sögunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »