Eftirlitsmenn lýsa kosningar ómarktækar

Robert Mugabe er hann sór embættiseið sem forseti Simbabve í ...
Robert Mugabe er hann sór embættiseið sem forseti Simbabve í gær. AP

Fram kemur í skýrslu kosningaeftirlitsmanna Afríkusambandsins sem birt var í morgun að forsetakosningarnar í Simbabve hafi ekki staðist viðmiðunarreglur sambandsins. Leiðtogafundur sambandsins hófst í Egyptalandi  í morgun en Robert Mugabe, sem sór embættiseið sem forseti Simbabve á grundvelli úrslita kosninganna í gær, er meðal þátttakenda á fundinum.

Fram kemur í skýrslunni að ofbeldi í aðdraganda kosninganna og ójafn aðgangur stjórnarsinna og stjórnarandstöðu að fjölmiðlum hafi gert kosningarnar ómarktækar.

Mugabe var einn í framboði í kosningunum en frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, sem hlaut fleiri atkvæði í fyrri umferð kosninganna, dró framboð sitt til baka í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina