Spáð yfir 40 stiga frosti í Svíþjóð

Spáð er fimbulkulda í Svíþjóð í vikunni. Víða verður 20-30 stiga frost og í Dölunum er spáð allt að 44 stiga frosti.

Gert er ráð fyrir logni og björtu veðri en á einhverri snjókomu. Gert er ráð fyrir að kalt verði í veðri út vikuna. Gera má ráð fyrir því að hluti Eystrasalts leggi. 

Spáð er frosthörkum og snjókomu víða í Evrópu í vikunni, þar á meðal á Bretlandseyjum. 

mbl.is