Al Qaeda kennir hryðjuverk

Meintir al-Qaeda liðar í Jemen í réttarsal í Sanaa.
Meintir al-Qaeda liðar í Jemen í réttarsal í Sanaa. Reuters

Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa gefið út tímarit á netinu þar sem gefnar eru leiðbeiningar um hvernig hægt sé að fremja hryðjuverk, meðal annars með því að festa sverð á stóra pallbíla og aka þeim síðan inn í mannþröng.

Greinin er í netritinu Hvatningu og er með fyrirsögninni. Hin endanlega sláttuvél og fjallar um hvernig nota megi pallbíla til að slá niður óvini Allah. Talið er ráðlegt að aka bílnum eins hratt og hægt er til að drepa sem flesta strax og einnig þurfi að hafa góða stjórn á bílnum. 

Í blaðinu segir einnig, að eftir að hafa ekið bílnum á fólkið sé heppilegt, hafi viðkomandi aðgang að skotvopnum, að nota byssur til að ljúka verkinu ef bíllinn stöðvast. 

Tímaritið er 74 blaðsíður að stærð, á ensku, og er gefið út af al-Qaeda í Jemen. Þar er hvatt til árása á Ísrael, Bandaríkin, Bretland, Kanada, Ástralíu, Frakkland, Þýskaland, Danmörku, Holland og önnur ríki sem styðja hernám Palestínu.  

Sérfræðingar, sem AP fréttastofan ræddi við, segja að svo virðist sem blaðinu sé frekar ætlað að ná athygli stórra bandarískra fjölmiðla en blása múslimum baráttuanda í brjóst. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert