Drapst úr fuglaflensu

Búið er að slátra um 100 þúsund fuglum
Búið er að slátra um 100 þúsund fuglum Reuters

Ein af öndunum fimm sem fundust dauðar í vikunni í Suður-Kóreu var með fuglaflensu. Það var staðfest yfirvöldum í dag. Er þetta fyrsta staðfesta tilfelli H5N1 flensunnar í meira en tvö ár í S-Kóreu.

Endurnar fundust dauðar í borginni Sacheon á annan dag jóla. Samkvæmt tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu hefur fuglaflensa einnig greinst í villtum fuglum og fjöðrum þeirra.

Í gær var tilkynnt um að yfir 100 þúsund fuglum hefði verið slátrað til þess að reyna að hindra útbreiðslu flensunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert