Átök í Aþenu

Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælum í Aþenu í nótt eftir að gríska þingið samþykkti niðurskurðaráætlanir stjórnvalda. Víða var kveikt í byggingum í Aþenu og brutust út átök milli mótmælenda og lögreglu.

Alls greiddu 199 þingmenn atkvæði með niðurskurðinum á meðan 74 greiddu atkvæði gegn breytingunum. 40 þingmenn stjórnarflokkanna hafa verið reknir úr flokkum sínum fyrir að styðja ekki niðurskurðarfrumvarpið.

Mótmælendur komu saman fyrir utan þinghúsið og köstuðu grjóti og bensínsprengjum en lögreglan svaraði með því að beita táragasi á mótmælendur. Nokkur fjöldi mótmælenda og lögregluþjónar slösuðust í átökunum.

Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, hvatti fólk til að sýna stillingu og segir að niðurskurðurinn þýði að Grikkir fái þá aðstoð sem þeir þurfi nauðsynlega á að halda svo hægt sé að koma á endurbótum.

Átök hafa ítrekað brotist út í Grikklandi að undanförnu í tengslum við harkalegan niðurskurð hjá hinu opinbera. Hins vegar hafi það ekki gerst í langan tíma að óeirðaseggir hafi kveikt í. 

Segir hann ljóst að Grikkjum sem tóku þátt í mótmælunum þyki sem þjóðin geti ekki tekið á sig frekari niðurskurð og telji að leiðtogar evruríkjanna beiti Grikki of mikilli hörku til þess að draga úr skuldafjalli hins opinbera. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert