Telur Breivik eiga marga skoðanabræður

Anders Behring Breivik ásamt verjanda sínum Geir Lippestad í réttarsal …
Anders Behring Breivik ásamt verjanda sínum Geir Lippestad í réttarsal í Ósló. Reuters

„Því miður er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að einhver muni reyna að feta í fótspor Breiviks. Líkurnar á því eru samt sem áður ekki miklar. En við megum aldrei láta óttann ná yfirhöndinni. Þá hafa hryðjuverkamennirnir sigur,“ hefur NRK eftir Lars Gule, heimspekingi og sérfræðingi í fjölmenningu og íslam í dag. 

Lars Gule sat fyrir svörum í beinni línu á vef NRK.no í dag í tilefni réttarhaldanna yfir Anders Behring Breivik. Gule var áður aðalritari norsku Húmanistasamtakanna. Hann er sérfræðingur í fjölmenningu og íslam, og er jafnframt einn af fáum sem vitað er til að hafa átt í rökræðum við Breivik á netinu fyrir voðaverkin. 

Gule segir að Breivik hafi á sínum tíma ekki komið fyrir sem meiri öfgamaður en aðrir skoðanabræður hans. Margir Norðmenn hafa lýst áhyggjum af því að fleiri aðhyllist skoðanir Breivik. Gule svarar því til að það sé hluti af fórnarkostnaði þess að búa í frjálsu og lýðræðislegu samfélagi. Hann áætlar að í Noregi sé um 15.000 manns sem eigi sameiginleg viðhorf með Breivik.

Gagnrýni á íslam ekki það sama og hatur

„Í Evrópu allri erum við að tala um nokkur hundruð þúsund hans og líka á heimsvísu, sérstaklega í Bandaríkjunum. Þetta mat byggist m.a. á þeirri staðreynd að ákveðið hlutfall milljónasamfélaga kýs mjög innflytjendafjandsamlega flokka í Evrópu og deilir líka stórum hluta af viðhorfum Breiviks. 

Hann segir að fræðsla og þekking sé besta svarið. „Ég tel að það sé mikilvægt að mæta hræðslu og ótta við íslam með þekkingu. Það tekur tíma og er ekki nóg eitt og sér. Þess vegna verðum við að standa vörð um grundvallargildi, svo sem mannlega reisn, mannréttindi og lýðræði. Og við verðum stöðugt að vinna að þessu. Baráttan við hægri-öfga- og íslamsfóbíu endar ekki með þeim fyrsta.“

Hann undirstrikaði líka að sögn NRk að það væri sjálfsagt að gagnrýna íslam og ekki allir sem geri það séu með íslamsfóbíu. „En gagnrýni er ekki sama og hatur og hræðsla við samsæri. Gagnrýni verður að byggjast á þekkingu og raunhæfu mati.“ Hann varaði líka við því að nota röksemdir Breiviks sjálfs í umræðunni um íslam. „Við skulum endlega ræða innflytjendur og íslam. En höldum Breivik utan við það. Hann á ekkert erindi í málefnalega rökræðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert