„Hús helvítis“ jafnað við jörðu

Húsið í Cleveland þar sem Ariel Castro hélt þremur konum föngnum árum saman, hefur verið jafnað við jörðu. Snemma í morgun voru vinnuvélar komnar að húsinu og brutu það niður.

Castro er 53 ára. Hann er fyrrverandi skólabílstjóri. Hann fékk í síðustu viku lífstíðardóm fyrir að hafa rænt þremur konum, haldið þeim föngnum og nauðgað. Castro játaði sök gegn því að sleppa við dauðadóm.

Hann rændi þeim Michelle Knight, 32 ára, Amöndu Berry, 27 ára, og Ginu DeJesus, 23 ára, af götum Cleveland á árabilinu 2002-2004.

Castro hlekkjaði konurnar við vegg, lamdi þær, svelti og varð þess valdur að ein þeirra missti oft fóstur.

Konurnar sluppu loks úr prísundinni í maí eftir að einni þeirra tókst að flýja. 

Í morgun kom Michelle Knight og stóð lengi fyrir framan húsið áður en það var jafnað við jörðu. Hún var þar í haldi í ellefu ár. Hún hefur lýst vistinni sem„helvíti á jörðu“.

Hús Castros í Cleveland jafnað við jörðu.
Hús Castros í Cleveland jafnað við jörðu. AFP
Michelle Knight talar við fréttamenn fyrir utan húsið í morgun.
Michelle Knight talar við fréttamenn fyrir utan húsið í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert