Gerir þriggja metra styttu af Chavez

„Daginn sem venesúelski forsetinn lést fann ég strax fyrir þeirri þörf að gera af honum styttu,“ segir Julio Cesar Briceno sem vinnur að rúmlega þriggja metra styttu af Hugo Chavez sem lést í mars síðastliðnum. Briceno  vonast til að styttan verði til að varðveita arfleifð Chavez.

Briceno segir að Chavez verðskuldi styttu sem þessa. „Ég er sögumaður og forsetinn skrifaði nafn sitt í sögubækurnar. Við lát hans má segja að hann hafi skrifað sig í sögubækur á alheimskvarða.“

mbl.is