Obama hvetur Hamas til að sýna vilja í verki

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hvatti Hamas-liða til þess að sýna í verki að þeim væri alvara með að vilja vopnahlé og kallaði jafnframt eftir því að ísraelska hermanninum yrði sleppt úr haldi.

„Ég held að það gæti orðið mjög erfitt að koma aftur á vopnahlé ef Ísraelar og alþjóðasamfélagið geta ekki verið viss um að Hamas muni fylgja því eftir,“ sagði hann.

Obama sagði Bandaríkin fordæma Hamas og aðra palentínska hópa sem ábyrgð bera á dauða tveggja ísraelskra hermanna og mannráni þess þriðja nánast mínútum eftir að vopnahléið hófst í morgun.

„Ég vil vera viss um að þeir séu að hlusta,“ sagði hann og ávarpaði Hamas. „Ef þeim er alvara með að reyna að finna lausn á vandanum þarf að sleppa hermanninum skilyrðislaust úr haldi, eins fljótt og unnt er,“ sagði hann. Þá sagði hann einnig að til frekari ráðstafana þyrfti að grípa til þess að vernda almenna borgara á Gaza.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...