Meirihluti áfram gegn ESB-aðild

Norden.org

Mikill meirihluti Norðmanna er sem fyrr andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku dagblöðin Nationen og Klassekampen.

Samkvæmt skoðanakönnuninni eru 70,5% Norðmanna andvíg aðild að ESB en 17,8% henni hlynnt. Meirihluti kjósenda allra stjórnmálaflokka í Noregi er á móti aðild. Þar með talið kjósendur Hægriflokksins sem er hlynntastur inngöngu í sambandið. 29,9% kjósenda flokksins styðja aðild að ESB en 60% eru hins vegar á móti henni.

Mest andstaða er á meðal kjósenda norska Miðflokksins en einungis 4,1% þeirra styður aðild að ESB. Mestur stuðningur er hins vegar á meðal kjósenda Venstre en fjórir af hverjum tíu kjósendum hans styðja aðild.

Frá þessu er greint á fréttavefnum Abcnyheter.no

mbl.is
Vatnsaflstúrbínur -Rafalar-Lokar
Útvegum allar stærðir af túrbínum rafölum og lokum fyrir virkjanir. Holt Véla...
Hyundai Tuscon 2007 til sölu
Vel með farinn, bensín, beinsk.. ek. 211 þús. km. Einn eigandi, búið að skipta ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...