Skotinn með pillur en ekki byssu

Wikipedia

Lögreglumaður skaut þeldökkan mann til bana í borginni Phoenix í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á miðvikudaginn. Fram kemur í frétt AFP að lögreglumaðurinn, sem sjálfur er hvítur, hafi talið að maðurinn, Rumain Brisbon, væri að seilast eftir byssu í buxnavasa sínum. Í ljós kom hins vegar að maðurinn var einungis með pillur í vasanum.

Lögreglumaðurinn hafði mætt á staðinn til þess að rannsaka fíkniefnamál fyrir utan matvöruverslun. Til átaka kom á milli mannanna og í þeim miðjum fór Brisbon með höndina ofan í vasann samkvæmt tilkynningu yfirvalda sem send var út í gær. Lögreglumaðurinn greip í hönd Brisbons og skipaði honum að halda hendinni í vasanum. Honum fannst hann finna fyrir skefti á skammbyssu í vasanum. 

Fram kemur að lögreglumanninum hafi ekki tekist að hafa hemil á Brisbon og þar sem hann hafi óttast að hann væri vopnaður hafi hann skotið hann tvisvar í brjóstið. Brisbon lést af sárum sínum á staðnum. Lögreglumaðurinn varð fyrir óverulegum meiðslum. Lögmaður fjölskyldu Brisbons segir fjölda vitna hafa aðra sögu að segja en lögreglumaðurinn. Málið verði sótt af fullri hörku innan ramma laganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert