Líf þeirra skiptu lögregluna engu.“

Fleiri þúsund manns gengu um margar borgir Bandaríkjanna í gær og kröfðust réttlæti fyrir það blökkufólk sem hvítir lögreglumenn hafa skotið til bana. 

Meðal þeirra sem mótmæltu í Washington voru fjölskyldur þeirra Michaels Brown og Erics Garner. Mótmælaaldan hófst er hvítur lögreglumaður skaut Brown til bana í Ferguson í ágúst. Hann var óvopnaður og aðeins átján ára gamall. Í síðasta mánuði ákvað kviðdómur að ekki væri ástæða til að ákæra lögreglumanninn sem skaut hann fjölmörgum skotum. 

Fyrir skömmu tók lögreglumaður í Staten Island Garner kverkataki með þeim afleiðingum að hann lést. Garner var sex barna faðir. Hann var líka óvopnaður.

Þá skaut lögreglumaður 12 ára gamlan svartan, dreng, Tamir Rice, til bana á leikvelli í Cleveland. Rice var með leikfangabyssu. Lögreglumaðurinn skaut hann aðeins tveimur sekúndum eftir að hann kom á vettvang. 

Almenningur krefst þess að lögreglan umbylti vinnubrögðum sínum og hafi hemil á lögreglumönnum landsins. 

Meðal mótmælenda í Washington var einnig fjölskylda Trayvons Martin. Hann var skotinn til bana af manni í nágranngæslu í Flórída árið 2012. 

Mótmælin í New York voru ein þau fjölmennustu. Þúsundir gengu í frostinu um götur Manhattan, svo margir að vegirnir lokuðust fyrir umferð. „Við munum loka New York“ hrópuðu mótmælendurnir, og „líf svartra skipta máli“.

Sumir héldu á lofti spjöldum með nöfnum nokkurra þeirra blökkumanna sem hafa nýlega verið skotnir til bana af lögreglu.

Bartender Cole Fox, 24 ára, gekk um götur New York og krafðist breytinga. „Það er aðeins dagaspursmál um hvenær næsta manneskja, svört eða hvít, verður drepin,“ sagði hann.

Rosalind Watson, 21 árs, segir að kynþáttafordómar séu samofnir kerfinu. „Ef einni manneskju líður betur eftir að finna þennan mikla stuðning okkar og samstöðu, þá höfum við náð árangri.“

Í Washington hrópuðu mótmælendurnir: „Ekkert réttlæti, enginn friður“, sem eru einkunnarorð mótmælanna á landsvísu.

Ekkja Erics Garner steig á svið og hélt ræðu. „Ég er ekki aðeins hér til að heiðra minningu Erics Garner heldur fyrir allar dætur og syni, frænkur og frændur, feður og mæður,“ sagði Esaw Garner. „Þetta er sögulegt augnablik,“ sagði móðir Erics Garner. „Við munum koma saman eins lengi og þörf krefst. Við munum koma aftur og aftur og aftur,“ sagði hún og uppskar mikil fagnaðarlæti. „Þegar við komum heim skulum við vona að þeir hafi heyrt raddir okkar, meðtekið kröfur okkar, því að ef ekkert er réttlætið verður enginn friður.“

Á nokkrum skiltum sem mótmælendur báru stóð: „Ég get ekki andað“ en það voru síðustu orð Erics Garner en samskipti hans við lögregluna náðust á myndskeið. Lögreglan segist hafa haft afskipti af honum þar sem hann var að selja ólöglegar sígarettur.

Claire Rose, 69 ára, kom um langan veg til að mótmæla. „Það hreyfði svo við mér að sjá viðbrögð fólksins og fjölskyldur þessa unga fólks sem hefur verið drepið. Líf þeirra skiptu lögregluna engu.“

Frá mótmælunum í New York.
Frá mótmælunum í New York. AFP
Frá mótmælunum í Washington.
Frá mótmælunum í Washington. AFP
Frá mótmælunum í Washington.
Frá mótmælunum í Washington. AFP
Frá mótmælunum í Washington.
Frá mótmælunum í Washington. AFP
Frá mótmælunum í Washington.
Frá mótmælunum í Washington. AFP
Frá mótmælunum í Washington.
Frá mótmælunum í Washington. AFP
Frá mótmælunum í Washington.
Frá mótmælunum í Washington. AFP
Frá mótmælunum í Washington.
Frá mótmælunum í Washington. AFP
Frá mótmælunum í New York.
Frá mótmælunum í New York. AFP
Frá mótmælunum í New York.
Frá mótmælunum í New York. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert