Heita því að láta börn laus

AFP

Leiðtogar skæruliðahreyfinga í Mið-Afríkulýðveldinu  hafa samþykkt að láta börn sem eru í haldi þeirra laus og hætta liðsöfnun barna.

Talið er að á milli sex til tíu þúsund börn séu meðal skæruliðahreyfinga í landinu, samkvæmt upplýsingum UNICEF. Um er að ræða börn sem taka þátt í bardögum, eru notuð í kynferðislegum tilgangi, börn sem eru látin elda, eru sendiboðar og sinna fleiri störfum fyrir skæruliðahreyfingar landsins.

„Þetta er stórt skref frammávið í að vernda börn í þessu landi,“ segir talsmaður UNICEF í Mið-Afríkulýðveldinu, Mohamed Malick Fall.

Mið-Afríkulýðveldið er eitt ömurlegasta landið til þess að alast upp í og er það markmið UNICEF að vinna með yfirvöldum að aðstoða börnin við að sameinast fjölskyldum sínum.

Leiðtogar skæruliðahreyfinga hafa einnig samþykkt að veita UNICEF og samstarfsfélögum aðgang að svæðum sem eru undir þeirra yfirráðum til þess að hitta börnin og finna út hver þau eru og hversu mörg þau eru svo hægt verði að aðstoða þau við að sameinast fjölskyldum sínum.

Í rúm tvö ár hefur geisað blóðugt stríð í landinu og er það nú einn ömurlegasti staðurinn til að búa á í heiminum. Lítið er fjallað um ástandið þar fyrir utan ríkið sjálft en Mið-Afríkulýðveldið er ríkt af auðlindum en engu að síður fátækt og þar hafa geisað stanslaus átök frá því að múslímskir Seleka-uppreisnarmenn steyptu forsetanum af stóli. Meirihluti landsmanna er kristinn og hefur orðið grimmilega fyrir barðinu á vígamönnum úr röðum Seleka.

 Á síðasta ári tókst hjálparsamtökum að tryggja lausn yfir 2800 barna í landinu, þar á meðal 646 stúlkna, úr haldi vopnaðra vígasveita. 

Um er að ræða sögulegt samkomulag
Um er að ræða sögulegt samkomulag UNICEF
Um er að ræða sögulegt samkomulag
Um er að ræða sögulegt samkomulag UNICEF
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert