Ráðist á friðargæsluliða

Hermenn við eftirlit í Mið-Afríkulýðveldinu.
Hermenn við eftirlit í Mið-Afríkulýðveldinu. AFP

Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna urðu fyrir árás í Mið-Afríkulýðveldinu í nótt. Árásin var gerð eftir að friðargæsluliðarnir höfðu ásamt stjórnarher landsins farið í aðgerðir til að uppræta vopnaða hópa í úthverfi höfuðborgarinnar Bangui. Að minnsta kosti tveir létust í því áhlaupi.

Nokkrum tímum síðar var ráðist á friðargæsluliðanna í miðborg Bangui, skammt frá forsetahöllinni. Árásin stóð í um hálftíma og var beint gegn friðargæsluliðunum að því er talsmaður friðargæsluliðsins segir við AFP-fréttastofuna. 

Enn er verið að kanna hver stóð að baki árásinni. 

Árásarmennirnir komu á mótorhjóli sem merkt var Sameinuðu þjóðunum, að því er sjónarvottar segja. Friðargæsluliðarnir, sem eru frá Egyptalandi, svöruðu fyrir sig með skothríð. Engar frekari upplýsingar hafa borist um árásina. 

Stjórnarherinn í Mið-Afríkulýðveldinu hefur átt fullt í fangi með að halda friðinn eftir að blóðug borgarastyrjöld braust út árið 2013. Í henni var leiðtoga landsins til fleiri ára,  Francois Bozize, steypt af stóli.

Frakkar tóku þátt í að brjóta uppreisnina á bak aftur en Mið-Afríkulýðveldið var áður nýlenda þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert