Gleymdu þriggja ára barni

Fjölmargir Frakkar fara í sumarfrí á frönsku rívíerunni.
Fjölmargir Frakkar fara í sumarfrí á frönsku rívíerunni. AFP

Frönsk fjölskylda gleymdi þriggja ára barni þegar hún stoppaði á för sinni á frönsku rívíeruna gær. Fjölskyldan var á leið á ströndina í sumarfrí, eins og fjölmargir Frakkar.

Foreldrarnir áttuðu sig ekki á því að barnið hefði gleymst fyrr en hún hafði keyrt um 150 kílómetra. Þá heyrðu þau í útvarpinu að auglýst væri eftir aðstandendum barnsins.

Aðrir ferðalangar fundu stúlkuna við A7-hraðbrautina nálægt borginni Loriol í suðurhluta landsins. Það eina sem hún gat sagt þeim var að hún ætti bróður og systur, væri á leiðinni í frí á ströndina og að hún hefði séð pabba sinn keyra í burtu.

Það var ekki fyrr en foreldrarnir heyrðu auglýsinguna í útvarpinu að þau sneru við, en þá höfðu þau keyrt í um 45 mínútur.

Foreldrarnir voru yfirheyrðir í gær og mun saksóknari taka ákvörðun um hvort málið verði rannsakað frekar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert