Kæra Volkswagen vegna blekkinga

Volkswagen merkið prýðir húsvegg bílaumboðs í San Fransisco í Kaliforníu …
Volkswagen merkið prýðir húsvegg bílaumboðs í San Fransisco í Kaliforníu í Bandaríkjunum. AFP

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur lagt fram kæru á hendur þýska bifreiðaframleiðandanum Volkswagen vegna hugbúnaðar sem komið var fyrir í ýmsum gerðum Audi- og Volkswagen-bifreiða til þess að gefa blekkjandi mælingu í útblástursprófum.

Frá þessu greinir AFP-fréttaveitan en þar segir að viðskiptaráð Bandaríkjanna fari fram á að Volkswagen greiði neytendum bætur sem fjárfestu í Volkswagen eða Audi bifreiðum á tímabilinu 2008 til 2015 og innihéldu svindlbúnaðinn.

Upp komst um skandalinn seint í fyrra þegar Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna greindi frá svindli bílaframleiðandans. Martin Winterkorn, fyrrv. forstjóri Volkswagen, sagði af sér nokkrum dögum eftir að upp komst um svindlið.

Auk þess að fara fram á að Volkswagen græði neytendum bætur fer viðskiptaráð Bandaríkjanna fram á að dómstólar í Bandaríkjunum tryggi með lögbanni að Volkswagen geti ekki komið fyrir svindlbúnaði í bifreiðar sínar aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert