Ætla að örmerkja starfsfólkið

Örflagan er á stærð við hrísgrjón og mun gera kleift ...
Örflagan er á stærð við hrísgrjón og mun gera kleift að opna dyr, skrá sig inn í tölvukerfi og jafnvel kaupa í matinn. AFP

Bandaríska fyrirtækið Three Square Market hyggst verða fyrst bandarískra fyrirtækja til að örmerkja starfsmenn sína.

Three Square Market ætlar að bjóða starfsmönnum sínum að koma örsmárri örflögu, svonefndri RFID-flögu sem nemur útvarpsbylgjur, fyrir í handlegg starfmanna ókeypis. Flagan er á stærð við hrísgrjón og kostar um 300 dollara, eða rúmar 30.000 krónur, mun gera starfsmönnum kleift að opna dyr, skrá sig inn í tölvukerfi og jafnvel kaupa í matinn.

Fyrirtækið, sem er í hugbúnaðarþjónustu, segir að brátt muni allir vilja fá sína eigin örflögu.

„Alþjóðamarkaðurinn er galopinn og við teljum að framtíðarstefna markaðarins muni ráðast af því hverjir ná tökum á henni fyrst,“ sagði Patrick McMullan hjá Three Square Market.

BBC segir 50 starfsmenn þegar vera búna að skrá sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...