Fjöldi látinna kominn í 96

AFP

Fleiri lík fundust í dag í kjölfar öflugs jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó fyrir helgi og er fjöldi látinna kominn í 96. Yfirvöld í Mexíkó sögðu í gær að talan væri komin í 90 manns. Þetta kemur fram í frétt AFP en skjálftinn var yfir 8 stig að stærð.

Forseti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, ætlaði að heimsækja þau svæði í dag sem  urðu verst úti í jarðskjálftunum. Þá segir í tilkynningu frá stjórnvöldum að hann hefði í hyggju að hafa persónulegt eftirlit með því að koma hjálpargögnum og matvælum til þeirra sem orðið hefðu fyrir barðinu á náttúruhamförunum á meðan á heimsókn hans stæði.

Björgunarstarf heldur áfram þrátt fyrir að hafa gengið erfiðlega og hafa stórar vinnuvélar verið sendar á hamfarasvæðin til þess að fjarlægja brak úr byggingum. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert