Söfnun Þórs/KA hjálpaði sjö fjölskyldum

Bianca Sierra og Stephany Mayor fagna Íslandsmeistaratitlinum í haust.
Bianca Sierra og Stephany Mayor fagna Íslandsmeistaratitlinum í haust. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mexí­kósku landsliðskon­urn­ar sem spila með Þór/​KA í Pepsi-deild kvenna í knatt­spyrnu, þær Bianca Sierra og Stephany Mayor, hófu söfn­un til fórn­ar­lamba jarðskjálft­ans sem varð í heimalandi þeirra í haust.

Jarðskjálft­inn var upp á 7,1 stig og olli gríðarlegri eyðilegg­ingu, en tala lát­inna var kom­in upp í 225 strax á öðrum degi eftir að hann reið yfir. Samkvæmt fjáröflunarsíðu sem þær settu upp söfnuðust tæplega 5 þúsund dollarar og nú fyrir jól bárust fréttir af því að fjármagnið væri komið í góðar hendur.

Á heimasíðu Þórs/KA segir að þær Stephany Mayor og Bianca Sierra hafi verið á ferð í heimalandinu fyrr í mánuðinum. Í bænum Tepalcingo fundu þær sjö fjölskyldur sem höfðu misst allt sitt og dugði söfnunarféð til að kaupa það sem þurfti til að endurbyggja heimili þessara fjölskyldna.

Á heimasíðu Þórs má sjá myndaalbúm frá ferð þeirra um hamfarasvæðið og opna má það HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert