Rafmagnslaust í marga mánuði

AFP

Ríkisstjóri Púertó Ríkó, Ricardo Rosselló, óttast að það geti tekið mánuði að koma rafmagni á alls staðar á eyjunni en eyjan er rafmagnslaus eins og hún leggur sig. Fellibylurinn Maria nam land í Púertó Ríkó í gær.

Í samtali við CNN segir Rosselló að vegna þess hversu lélegt rafmagnskerfið er, en þar er skortur á viðhaldi vegna fátæktar ríkisins helsta ástæðan, geti tekið langan tíma að koma kerfinu í gang aftur. 

AFP

Alls búa 3,4 milljónir í Púertó Ríkó og kom fellibylurinn fyrst að landi á suðausturströndinni. Þegar er vitað um tíu dauðsföll á eyjunum í Karíbahafinu þar sem Maria hefur farið yfir. Þar á meðal einn maður í bænum Bayamon í Púertó Ríkó. Varð hann fyrir plötu sem hann hafði sett til að fergja glugga.

Varað er við skyndiflóðum á eyjunni og í Twitter veðurstofunnar í San Juan kemur fram að fólk er hvatt til þess, hafi það einhvern möguleika á, að koma sér hærra upp í land. 

Rosselló segir storminn nú þann versta í áratugi. Víða hafi flætt, innviðir hafi eyðilagst og fjarskiptasamband liggi niðri að hluta og rafmagn algjörlega.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig ástandið er í suðurausturhluta ríkisins þar sem sá hluti er algjörlega sambandslaus eftir að Maria gekk þar á land.

AFP
mbl.is
Infrarauður Saunaklefi 229.000
Infrarauður Saunaklefi - 249.000 Tilboð : 229.000 Er á leiðinni 5 dagar ( 30.00...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alena...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...