Rafmagnslaust í marga mánuði

AFP

Ríkisstjóri Púertó Ríkó, Ricardo Rosselló, óttast að það geti tekið mánuði að koma rafmagni á alls staðar á eyjunni en eyjan er rafmagnslaus eins og hún leggur sig. Fellibylurinn Maria nam land í Púertó Ríkó í gær.

Í samtali við CNN segir Rosselló að vegna þess hversu lélegt rafmagnskerfið er, en þar er skortur á viðhaldi vegna fátæktar ríkisins helsta ástæðan, geti tekið langan tíma að koma kerfinu í gang aftur. 

AFP

Alls búa 3,4 milljónir í Púertó Ríkó og kom fellibylurinn fyrst að landi á suðausturströndinni. Þegar er vitað um tíu dauðsföll á eyjunum í Karíbahafinu þar sem Maria hefur farið yfir. Þar á meðal einn maður í bænum Bayamon í Púertó Ríkó. Varð hann fyrir plötu sem hann hafði sett til að fergja glugga.

Varað er við skyndiflóðum á eyjunni og í Twitter veðurstofunnar í San Juan kemur fram að fólk er hvatt til þess, hafi það einhvern möguleika á, að koma sér hærra upp í land. 

Rosselló segir storminn nú þann versta í áratugi. Víða hafi flætt, innviðir hafi eyðilagst og fjarskiptasamband liggi niðri að hluta og rafmagn algjörlega.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig ástandið er í suðurausturhluta ríkisins þar sem sá hluti er algjörlega sambandslaus eftir að Maria gekk þar á land.

AFP
mbl.is
Byggingarstjóri
Allar byggingarleyfis skyldar framkvæmdir krefjast þess að hafa löggildan byggin...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...