Leita að eftirlifendum

Eyðileggingin er mikil eftir gríðarlega úrkomu.
Eyðileggingin er mikil eftir gríðarlega úrkomu. AFP

Björgunarsveitir leita nú að eftirlifendum eftir aurskriðu sem féll í Suður-Kali­forn­íu. 13 létust og 163 voru fluttir á sjúkrahús en fjórir þeirra eru alvarlega slasaðir.

Meira en 48 kílómetra kafla af hraðbraut á svæðinu austan við Santa Barbara hefur verið lokað en lögregla segir svæðið minna á „vígvöll úr fyrri heimsstyrjöldinni“.

Talið er að tala látinna eigi eftir að hækka.

300 manna hóp­ur var fast­ur í Romero-gljúfri, aust­ur af Santa Barbara, vegna nátt­úru­ham­far­anna en tekist hefur að bjarga meira en 50 af þeim. 

Skógareldar brunnu á svæðinu í desember þar sem aurskriðan féll en þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín í annað skiptið á stuttum tíma vegna náttúruhamfaranna. 

Hnullungar á stærð við litla bíla hafa runnið niður hlíðar og loka ýmsum vegum. 

Rík­is­stjóri Kali­forn­íu, Jerry Brown, sagði í desember að ríkið væri að kljást við nýtt vandamál. Vegna loftslagsbreytinga gætu gróðureldar geisað á hverju ári eða nokkurra ára fresti. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert