Vill funda með Kim Jong-un

Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu. AFP

Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, segist vera reiðubúinn til að funda með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu.

Samþykkt var í gær að Norður-Kórea fengi að senda íþróttamenn á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu í næsta mánuði.

„Þetta er bara byrjunin,“ sagði Moon á blaðamannafundi. „Fyrsta skrefið var tekið í gær og ég tel að það hafi verið góð byrjun.“

Hann bætti við: „Að fá Norður-Kóreu til viðræðna um að draga úr kjarnorkuógn sinni er næsta skref sem þarf að taka.“

Moon kvaðst vilja halda fund „hvenær sem er“, svo lengi sem skilyrðin væru rétt.

„Það má ekki vera fundur bara fundarins vegna.“

Kim Jong-un.
Kim Jong-un. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert