Breytt viðhorf vegna múrsins

John Kelly í Hvíta húsinu ásamt Trump.
John Kelly í Hvíta húsinu ásamt Trump. AFP

Starfsmannastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki verið „upplýstur að fullu“ þegar hann hét því í fyrra að láta reisa múr meðfram landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Þetta kom fram í frétt New York Times í gær.

Eitt af helstu kosingaloforðum Trumps var að láta reisa múrinn.

Starfsmannastjórinn John Kelly greindi frá þessu á fundi með þingmönnum demókrata af rómönskum uppruna.

Hann kvaðst hafa sagt Trump að múrinn væri ekki nauðsynlegur og nefndi hann við þingmennina að viðhorf forsetans vegna múrsins hafi „þróast“.

Kelly hóf störf sem starfsmannastjóri fyrir hálfu ári síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert