Fórst í Tyrklandi í eldflaugaárás

Sýrlenskir uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Tyrkja skammt frá þorpinu Quilah, …
Sýrlenskir uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Tyrkja skammt frá þorpinu Quilah, skammt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands. AFP

Einn fórst og þrettán særðust í tyrkenska landamærabænum Kilis eftir að tveimur eldflaugum var skotið þangað frá Sýrlandi.

Önnur eldflauganna lenti á mosku, að sögn vitna.

Stutt er síðan tyrkneski herinn réðst inn í norðurhluta Sýrlands. Að sögn Erdogans Tyrklandsforseta var markmiðið að losna við hersveitir Kúrda af um 30 kílómetra löngu landsvæði á mörkum Sýrlands og Tyrklands.

Tyrkenskir skriðdrekar skammt frá landamærunum.
Tyrkenskir skriðdrekar skammt frá landamærunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert