Hafnar kröfum Evrópusambandsins

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt kröfur Evrópusambandsins, um að Norður-Írland verði áfram innan tollabandalags sambandsins og undir löggjöf þess sett eftir útgöngu Breta, óásættanlegt. Haft er eftir henni á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að enginn breskur forsætisráðherra gæti samþykkt slíkt.

May sagði í breska þinginu í dag samkvæmt AFP að Bretar gætu aldrei leyft Evrópusambandinu að kljúfa Bretland í sundur með því að ólík lagasetning gilti á Norður-Írlandi miðað við afganginn af landinu og að komið yrði upp tollamúrum á milli Stóra-Bretlands og Norður-Írlands. Slíkt væri ekki hægt að samþykkja.

Forsætisráðherrann sagðist ætla að gera Evrópusambandinu ljóst að aldrei yrði fallist á að ólíkt tollafyrirkomulag gilti um Norður-Írland og afganginn af Bretlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert