Hótar að tollleggja innflutta bíla frá ESB

AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að leggja sérstakan toll á innflutta bíla frá löndum í Evrópusambandinu, ætli það sér að breyta viðskiptastefnu sinni vegna fyrirhugaðrar tolllagningar Bandaríkjanna á innflutt stál og ál. 

Trump til­kynnti í fyrradag að 25% toll­ur yrði lagður á inn­flutt stál og 10% á inn­flutt ál. Ákvörðunin vakti hörð viðbrögð og sagði ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands, Sig­mar Gabriel, að Evr­ópu­sam­bandið yrði að svara for­setanum í sömu mynt. 

Í færslu á Twitter sem fréttavefur CNBC greinir frá segir Trump að ef ESB ætlar í hart muni Bandaríkin svara með því að leggja tolla á innflutta bíla. 

„Ef ESB vill auka tolla og hindranir á bandarísk fyrirtæki, sem eru nógu há fyrir, munum við einfaldlega leggja toll á bílana þeirra sem flæða inn í Bandaríkin.“

Tolllagning á innflutta bíla gæti komið sér illa fyrir bílaframleiðendur eins og Volkswagen og BMW sem eru vinsælustu evrópsku bílarnir á Bandaríkjamarkaði. Yfir milljón bílar voru fluttir frá Evrópu til Bandaríkjanna á árinu 2016. 

mbl.is
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 9500.kr. uppl.8691204....
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...